Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[12:36]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er hjákátlegt að hlusta á hæstv. fjármálaráðherra. Hann var með mér í kjördæmavikunni þar sem við þræddum öll bæjarfélög í okkar kjördæmi og hver var kórinn frá sjálfstæðissveitarfélögunum? Að það væri algerlega vanfjármagnaður hluti sem snertir málefni fatlaðra. Það var grátkór Sjálfstæðismanna sem sagði: Þið verðið að koma til móts við okkur í sveitarfélögunum. (Gripið fram í.) Þá er náttúrlega bara skilað auðu. (Gripið fram í.) Og það er enn áhugaverðara að hlusta á hæstv. … (Gripið fram í.) — Alveg rólegur bara. (Gripið fram í: Ég er rólegur. … ) (Forseti hringir.)

(Forseti (BÁ): Ekki tveggja manna tal.)

Það er enn hjákátlegra að hlusta á hæstv. fjármálaráðherra að koma hingað upp og berja sér á brjóst, að það sé verið að laga ákveðna hluti. Það er verið að leggja álögur á almenning í landinu með þessum bandormi. En hvað er gert samhliða? Ekkert sem kemur á óvart. Tær birtingarmynd sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarflokkanna með því að taka af hálfan milljarð í álögur. Á hverja? Á fiskeldið, á sjávarútveginn af því að SFS mótmælti því að það ætti að hækka þessi gjöld. Og þá kemur hæstv. fjármálaráðherra að sjálfsögðu og lækkar gjöldin. (Gripið fram í.)