Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[13:42]
Horfa

Bergþór Ólason (M):

Virðulegur forseti. Hér er verið að hækka gjald á heyrúlluplast um 173%, úr 30 kr. á kílógramm í 82 kr. á kílógramm. Þetta er reikningur til bænda landsins miðað við nýjustu innflutningstölur á þessum vörum upp á rétt um 100 milljónir á ári. Ég vil bara að þingheimur átti sig á því hvað felst í því að samþykkja þessa tillögu. Þetta er reikningur til bænda landsins upp á 100 milljónir á ári, hækkun upp á 173%. Auðvitað þarf að hækka einhver gjöld þegar ríkisstjórnin ætlar að auka útgjöld með jafn stjórnlausum hætti og hér á við. En ég held að bændur landsins séu ekki aflögufærir hvað þetta varðar. Ég segi nei.