Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023.

2. mál
[14:03]
Horfa

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (P):

Virðulegur forseti. Hér erum við að leggja til að metanbílar njóti sambærilegra ívilnana og t.d. tengiltvinnbílar fengu að gera lengi áður en það var fasað út og rafmagnsbílar og vetnisbílar gera nú þegar, allt í þágu réttlátra umskipta í orkuskiptum. Metanbílar eru ódýrari vistvæn ökutæki en rafmagnsbílar sem enn eru töluvert nýir á markaði og þar af leiðandi mjög dýrir, bæði í framleiðslu og líka auðvitað þegar þeir eru keyptir. Okkar tillaga, að metanbílar njóti þessarar endurgreiðslu, er því liður í því að gera tekjulægri heimilum og einstaklingum kleift að kaupa sér vistvæn ökutæki á sambærilegum afsláttarkjörum og hærri tekjutíundir fá þegar þær kaupa sér sín vistvænu ökutæki.