Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 50. fundur,  15. des. 2022.

tóbaksvarnir.

530. mál
[20:08]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir sína framsögu. Ég vil byrja á að spyrja: Hvað varð um það að fólk þurfi að bera ábyrgð á sjálfu sér? Ég vil spyrja hæstv. ráðherra að því hvort hann hafi trú á því að þessi löggjöf muni hafa einhver raunveruleg áhrif. Hvað heldur ráðherra að það séu komnar margar staðgengilsvörur fyrir þessa vöru og nýjar leiðir til að fara fram hjá þessum reglum sem er búnar að vera nokkur ár í undirbúningi hjá Evrópusambandinu og við erum að fara að innleiða hér? Hvað heldur hann að það séu komnar margar nýjar vörur, staðgengilsvörur, til að fara fram hjá þessum reglum? Lögin verða örugglega orðin óþörf áður en þau verða að lögum af því að markaðurinn hefur fundið sér aðrar leiðir. Er það nokkuð ljóst að öll lönd Evrópusambandsins séu að fara eftir þessari löggjöf nú þegar og hefur hæstv. ráðherra trú á því að þau muni gera það?