139. löggjafarþing — 51. fundur,  17. des. 2010.

stuðningur stjórnarliða við fjárlögin.

[10:41]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég treysti umræddum þingmönnum ágætlega til að berjast fyrir þeim stefnumarkmiðum og hugsjónum sem þeir lofuðu kjósendum sínum þegar þeir voru kjörnir til Alþingis.

Hvað varðar stuðning við ríkisstjórnir reynir á það á beinan hátt einvörðungu þegar borið er fram vantraust á ríkisstjórn. Þá reynir á það hvort ríkisstjórn nýtur meirihlutafylgis eður ei. Það er staðreynd.

Ég vara við því að reyna að leiða málefnalegan ágreining ofan í persónulegar skotgrafir eins og ég hef grun um að hér sé verið að gera og hefur því miður einkennt íslenska stjórnmálaumræðu í allt of ríkum mæli (Gripið fram í: Þú þekkir það.) á undanförnum árum. Það þekkja, já, þingmenn Sjálfstæðisflokksins mjög vel. Það eru hjólför sem við eigum að reyna að hefja okkur upp úr.