149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

útlendingar og Schengen-upplýsingakerfið á Íslandi.

221. mál
[11:07]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Með því frumvarpi sem við greiðum nú atkvæði um eru lagðar til ýmsar breytingar á nýlegum lögum um útlendinga sem nauðsynlegar eru til að framkvæmd þeirra og málsvörn við meðferð mála sem undir þau falla sé skýr og gagnsæ. Um leið og verið er að gera breytingar svo málsmeðferð geti gengið skjótt og vel fyrir sig ítrekar meiri hlutinn í allsherjar- og menntamálanefnd, sem stendur að breytingartillögum, að ríkt tillit sé tekið til bæði sanngirnis- og mannúðarsjónarmiða við vinnslu mála. Svo er mjög mikilvægt atriði sem tekin eru af öll tvímæli um í þessu frumvarpi, þ.e. að heimild sé til að gefa út dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli mannúðarsjónarmiða.

Það tel ég alveg gríðarlega mikilvægt og mun styðja þetta mál.