149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

77. mál
[14:50]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég styð nefndarálit meiri hlutans í þessu máli og breytingartillögu sem því fylgir, en vil koma því á framfæri hér að ekki er verið að víkka út neinar heimildir frá því sem nú er. Við verðum að muna það alla tíð að þó að það séu tilteknar heimildir í lögum um að sækja persónuupplýsingar gilda persónuverndarlögin alltaf og ganga framar. Það verður alltaf að vera skýr tilgangur með vinnslu allra persónuupplýsinga. Því getur þessi heimild aldrei orðið almenn, eins og hér hefur verið látið að liggja.