150. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá dómsmálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 701, um fangelsisdóma og bætur brotaþola, frá Jóni Þór Ólafssyni. Frá sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 790, um nefndir og starfs- og stýrihópa, frá Þorsteini Víglundssyni. Frá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra vegna fyrirspurna á þskj. 791, um nefndir og starfs- og stýrihópa, frá Þorsteini Víglundssyni; á þskj. 715, um flutnings- og dreifikerfi raforku, frá Maríu Hjálmarsdóttur; á þskj. 706, um afhendingaröryggi raforku, frá Njáli Trausta Friðbertssyni, og á þskj. 779, um rafmagnsöryggi, frá Birni Leví Gunnarssyni.