150. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2020.

Kristnisjóður o.fl.

50. mál
[18:10]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég held að hv. þingmaður hafi ekki verið með neina sérstaka fyrirspurn í síðara andsvari, þetta voru meira hugleiðingar hans. En ég minni hv. þingmann á 62. gr. stjórnarskrárinnar um að ríkið skuli styðja og vernda þjóðkirkjuna. Þetta er í stjórnarskránni og hv. þingmaður verður að sætta sig við það. (Gripið fram í.) Það er ekkert óeðlilegt að ég komi hingað upp sem þingmaður og lýsi stuðningi við það ákvæði og þar með ákvæðið í lögum um Kristnisjóð. Ég hef engu við það að bæta að ég tel þessa tillögu vera á misskilningi byggða og hef rakið það í máli mínu. Það er sjálfsagt að ræða þetta mál frekar við hv. þingmann ef hann óskar þess. En ég held að ég hafi bara rökstutt þetta ágætlega, svona er ákvæðið til komið á sínum tíma og ekkert óeðlilegt við það.