150. löggjafarþing — 51. fundur,  22. jan. 2020.

Kristnisjóður o.fl.

50. mál
[18:45]
Horfa

Flm. (Helgi Hrafn Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég var ekki að biðja hv. þingmann um að taka mína lagatúlkun góða og gilda. Ég var að spyrja hv. þingmann hvort hann teldi að lög eins og þau sem kveða á um þessa skyldu sveitarfélaga til að gefa þessar lóðir stæðust stjórnarskrá að 62. gr. stjórnarskrárinnar, þjóðkirkjuákvæðinu, brottfallinni. Telur hv. þingmaður að slík lög sem fjalla sérstaklega um ákveðnar skyldur sem settar eru á herðar sveitarfélaganna til þess að fjármagna starfsemi þessa eina trúfélags og ekki hinna myndu standast 65. gr. stjórnarskrárinnar ef ekki væri fyrir 62. gr.? Ég kann ekki að orða spurningarnar skýrar, virðulegi forseti, og langar til að hv. þingmaður svari þessari spurningu. Í því kristallast hvað við erum að tala um þegar við tölum um jafnræði fyrir lögum eða öllu heldur hvort við yfir höfuð aðhyllumst það.