152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

geðheilbrigðismál.

[16:02]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég gríp þetta sem hv. þm. Jakob Frímann Magnússon kemur fram með um að fara í dýptina í vísindalega greiningu á því hvað er að gerast. Það er eitt sem ég ætla að leggja hér fram þessu málefni til stuðnings; það kann að vera að við þurfum að fara í dýpri greiningar á þessum vanda. Mögulega er þetta uppsafnaður vandi sem kemur til af því að við vorum of sein að bregðast við honum eða vera með úrræði til að bregðast við þessum uppsafnaða vanda, t.d. kvíðavandamálum, eins og hv. þingmaður segir. Við höfum byggt upp nýjungar í geðheilbrigðisþjónustu, sérhæfð geðheilsuteymi í heilsugæslu o.s.frv., en það kann að vera að við þurfum að rannsaka frekar orsakirnar og undir það tek ég og ég mun taka þetta með mér úr þessari fyrirspurn hv. þingmanns.