Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

kostir og gallar hugsanlegrar aðildar Íslands að tollabandalagi Evrópusambandsins.

586. mál
[11:34]
Horfa

Eyjólfur Ármannsson (Flf):

Virðulegur forseti. Í gær greiddum við atkvæði um að fella niður tolla á franskar kartöflur. Þessi skýrslubeiðni felst í því að kanna kosti og galla þess að vera inni í Tollabandalagi Evrópu. Tyrkland, 82 milljóna samfélag, hefur verið í tollabandalaginu en utan ESB. Ef Íslendingar hafa grætt á einhverju undanfarna áratugi er það frjáls verslun. Þessi maður á þessari mynd hefur skrifað það. Frjáls verslun hefur bætt kjör íslensks almennings gríðarlega mikið, getur gert það enn þá meira ef við göngum í tollabandalagið en við þurfum að vita hverjir kostir og gallar þess eru varðandi aðild að þessu mikilvæga bandalagi.