Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:11]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V):

Virðulegi forseti. Ég kem hingað upp til að lýsa því yfir að ég styð þessa tillögu. Þingflokkur Viðreisnar hafði líka lagt fram tillögur um hækkun barnabóta, vaxtabóta og húsnæðisbóta. Hugmyndafræðin þar að baki er ekki síst hvernig aðstæður eru núna, verðbólga og vaxtahækkanir, og það að ríkisstjórnin ætli sér að standa á hliðarlínunni í öllum aðgerðum til að sporna gegn verðbólgunni. Við teljum ófært og lélegt að almenningur eigi einn að taka á sig kostnaðinn vegna ástandsins og hvað ríkisstjórnin er feimin við þá grundvallarskyldu sína að sporna við verðbólgunni.