Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:25]
Horfa

Þórunn Sveinbjarnardóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Það er í takt við annað í stefnu þessarar ríkisstjórnar í loftslagsmálum að hér við 3. umr. við afgreiðslu fjárlaga sé smyglað inn ákvæði þar sem á að gera Íslandi kleift að minnka kröfur til sjálfs sín um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem er á okkar ábyrgð með ógeðfelldri millifærslu sem sendir kolröng skilaboð til allra hér á landi og líka til samstarfsþjóða okkar annars staðar. Nú horfi ég í augun á félögum í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði og velti fyrir mér hvort þau hafi algjörlega gleymt erindi sínu hér í pólitík. Hvernig getið þið látið þetta gerast? Þetta er til hneisu fyrir þjóðina, fyrir umhverfis- og loftslagsráðherra og það er ekki hægt að halda áfram í loftslagsmálunum með þessum hætti. Við erum að skila auðu eina ferðina enn.