Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

leigubifreiðaakstur.

167. mál
[15:36]
Horfa

Jakob Frímann Magnússon (Flf):

Virðulegur forseti. Ég er sammála sjónarmiðum beggja fylkinga í þessum sal upp að vissu marki. Ég vil frelsi til orða og athafna, ég vil neytendur í fyrirrúmi en ég er í flokki sem berst sérstaklega fyrir þeim sem stundum gleymast í öllum frelsinu og lífsgæðunum. Ég ætla ekki að höggva skarð í Sæland-sextettinn með því að vera beggja vegna eða hlutlaus. Ég ætla að standa með mínum flokki í dag og viðurkenna að þetta mál hefði að líkindum mátt leggja eilítið meiri vinnu í til að tryggja einmitt þá viðkvæmustu hópa sem yrðu hugsanlega utan gátta í þessu eins og ýmsum öðrum samningum sem annaðhvort eru gerðir eða ógerðir. Því stend ég með mínum hópi í dag og segi nei, með fullri virðingu fyrir hinum sjónarmiðunum.