Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

húsaleigulög.

272. mál
[15:50]
Horfa

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Húsnæði er grundvallarþáttur í lífi hverrar manneskju og mikilvæg félagsleg réttindi. Eins mikilvægt og það er að Alþingi sé að vinna lagabálk um stöðu leigumarkaðarins, leigusala og leigutaka, þá verð ég að taka undir orð Hönnu Katrínar Friðriksson um að það er mjög óþægilegt að sjá allar þær breytingartillögur sem komu fram hérna á lokametrunum í gærkvöld og það er verið að boða frekari breytingar. Við erum hér sem þingheimur í blindflugi um það hvað við erum að samþykkja. Af þeirri ástæðu, af því að lagasetning snýst ekki bara um markmiðið heldur inntak lagasetningarinnar og hver líkleg áhrif eru, greiði ég ekki atkvæði. Ég treysti mér ekki til að blessa þessi vinnubrögð.