143. löggjafarþing — 51. fundur,  16. jan. 2014.

almenn hegningarlög.

109. mál
[13:32]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Við Píratar munum sitja hjá í þetta sinn vegna þess að við lögðum fram breytingartillögu sem við viljum fá umræðu um í nefnd. Þó varðar breytingartillaga okkar ekki þetta tiltekna ákvæði og við styðjum það heils hugar enda frábært ákvæði, komum til með að styðja það eftir 3. umr. En þar sem breytingartillagan hefur ekki fengið umræðu í hv. allsherjar- og menntamálanefnd, eins og hún mun gera, þá sitjum við hjá í bili.