146. löggjafarþing — 51. fundur,  30. mars 2017.

fjármálastefna 2017--2022.

66. mál
[12:51]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P) (andsvar):

Herra forseti. Já, ég get ekki annað en tekið undir orð hv. þm. Steingríms J. Sigfússonar. Það sem kemur spánskt fyrir sjónir í þessu ferli er að ríkið getur ekki tekið arð. En samt er alltaf talað um að við höfum svo mikið af tekjum af skattheimtu á fyrirtækjunum að við þurfum engan arð til ríkisins. En ríkisstjórnin sem situr nú er einfaldlega þeirrar skoðunar að það eigi ekki að vera neinir skattar á fyrirtækjum eða arðgreiðslum eða neitt. Af hverju setjum við ekki tekjuskatt? Jafnháan skatt og er á beinar tekjur á arðgreiðslur einstaklinga. Það er til dæmis aðgerð sem ég held að hefði lítil áhrif á rekstur fyrirtækjanna. Kannski yrði skárra fyrir þau að halda peningunum inni í fyrirtækjunum og fyrirtækin myndu vaxa. Ég veit það ekki. Ég held að maður komi að tómum kofanum þegar maður spyr út í svona hluti hjá þessari ríkisstjórn.