149. löggjafarþing — 51. fundur,  14. des. 2018.

breyting á ýmsum lögum vegna laga nr. 90/2018, um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.

77. mál
[14:52]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vil vekja athygli á að hér er um sérlög að ræða og ég hvet þingheim, ekki síst meiri hlutann, til að ljá þessari tillögu minni hlutans atkvæði sitt, þótt ekki væri nema í einu máli fyrir jól, að samþykkja heilbrigða og skynsamlega tillögu. Af því að þetta eru sérlög verður að vera skýrt að við miðlum ekki viðkvæmum persónuverndarupplýsingum nema skýrt sé kveðið á um það í lögum. Ég biðla til stjórnarmeirihlutans: Takið þátt í þessari tillögu með okkur. Þetta er einföld, skýr breyting. Verið er að skerpa á því að ekki sé verið að miðla að óþörfu viðkvæmum persónuverndarupplýsingum nema skýrt samþykki liggi fyrir.