152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

um fundarstjórn.

[15:11]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Ég held að ég geti bara tekið undir með hvorum tveggja hv. þingmönnum þó að þeir hafi kannski ekki talað nákvæmlega um sömu hlutina vegna þess að þetta á það sameiginlegt að við erum hérna að fást við ríkisstjórn sem er svifasein, andvaralaus. Í fyrsta lagi er það náttúrlega algjörlega óboðlegt að ríkisstjórn telji sig geta ákveðið hvað hún gerir og hvað ekki með þingsályktunartillögu sem allt þingið samþykkir.

Að hinu leyti tek ég undir með hv. þm. Jóhanni Páli Jóhannssyni þar sem hann bendir á fjölda þingmála sem stjórnarandstaðan hefur lagt fram til að bregðast við vaxandi verðbólgu og hækkandi vöxtum sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa tekið undir og Framsóknarflokkurinn hefur stutt.

Nú legg ég til að forseti setji þessi mál í forgang og ég hvet stjórnarliða, þau a.m.k. sem styðja okkur í þessu, að beita sér með okkur til að ráðast í brýnar og nauðsynlegar úrbætur fyrir heimilin vegna þess að ríkisstjórnin virðist sannarlega ekki ætla að gera það.