152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:24]
Horfa

menningar- og viðskiptaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég má til með að koma hingað og aðeins fjalla um þetta mál. Ég svaraði hv. þingmanni. Það er mín skoðun að það þurfi að auka gjaldtöku á fyrirtæki sem skila ofurhagnaði. Þetta var mjög skýrt. Ég held hins vegar að þessi persónulega óvild sé mun fremur hjá þingflokki Viðreisnar í garð ráðherrans. Ég verð að segja eins og er að ég hef bara sjaldan séð hv. þingmann jafn æstan þegar hún kemur hingað í pontu, annaðhvort að spyrja hæstv. ráðherra út í einhver málefni (HKF: … persónuleg málefni …) eða fjalla um …(HKF: Hvað er ráðherra að tala um hérna?)(Forseti hringir.) Má ég svara? Ég er að fara yfir þetta, hv. þingmaður, að ég svaraði fyrirspurninni málefnalega og var búin að undirbúa þann málflutning mjög vel.