152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

um fundarstjórn.

[16:35]
Horfa

Gísli Rafn Ólafsson (P):

Frú forseti. Já, það er skrýtið. Við stöndum hér og tölum um orð hæstv. ráðherra sem virðist hafa hlaupið af vettvangi í stað þess að ræða málin á málefnalegan hátt. Ég hélt áðan að ég hefði kannski ruglast og ekki komið inn í þingsalinn heldur fundið Skólaþingið. (BLG: Miklu málefnalegra „debate“ þar.) Það er sennilega ekki alveg jafn mikill æsingur þar. En mig langar bara að biðja hv. þingmenn og virðulegur forseti getur kannski beðið hv. þingmann og hæstv. ráðherra um að sýna hvert öðru virðingu. Tölum hér saman um málefnin sem skipta máli fyrir fólkið í landinu. Hættum að vera í einhverju skítkasti við hvert annað.