152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

réttindi sjúklinga.

150. mál
[18:46]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það eru málefnaleg rök fyrir því að lögfesta ekki heimild til heilbrigðisstarfsfólks að framkvæma mannréttindabrot gagnvart notendum heilbrigðisþjónustu sem vistaðir eru inni á lokuðum deildum. Það eru málefnaleg rök, hæstv. ráðherra. Umboðsmaður Alþingis var ekki að óska eftir því að ráðherra kæmi hérna og festi í lög heimild til að beita fólk ofbeldi. Það er ekki krafa umboðsmanns Alþingis. Þetta er rangt. Það þurfa að vera málefnaleg rök fyrir því hjá hæstv. ráðherra að setja slíkt í lög. Þau eru ekki til staðar. Í þessu frumvarpi stendur að undanþága fyrir algeru banni við beitingu nauðungar sé m.a. til að, með leyfi forseta:

„Koma í veg fyrir að sjúklingur valdi sér eða öðrum líkamstjóni eða stórfelldu eignatjóni. Það á einnig við fyrirbyggjandi aðgerðir sem ætlað er að forða því að aðstæður komi upp …“

Hvað á hæstv. ráðherra við með þessu orðalagi, koma í veg fyrir með fyrirbyggjandi aðgerðum? Hvað þýðir þetta?