152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

réttindi sjúklinga.

150. mál
[18:48]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekkert annað en frumvarpið hér meðferðis um þetta. Þegar við fjöllum um undanþágu frá banni við beitingu nauðungar, undanþágu, þá er gert ráð fyrir því að það sé heimilt í undantekningartilvikum að taka ákvörðun um beitingu nauðungar. Í undantekningartilvikum, þegar upp koma þær aðstæður. Þá er það tilgreint og útskýrt. Það er það sem verið er að benda á í skýrslu umboðsmanns, að ramminn liggi fyrir um hvaða aðstæður geti komið upp. Að koma í veg fyrir að sjúklingur valdi sér eða öðrum líkamstjóni eða stórfelldu eignatjóni. Í annan stað að uppfylla grunnþarfir sjúklings, svo sem varðandi næringu, heilsu og hreinlæti. Það er gert ráð fyrir því að að baki séu fagleg sjónarmið yfirlæknis eða vakthafandi sérfræðilæknis sem taki þá ákvörðun og áður en hún er tekin er þeim gert að leita eftir afstöðu sjúklings eftir því sem við verður komið. Þannig að hér er verið að reyna að setja umbúnað um þær aðstæður sem eru fyrir hendi.