152. löggjafarþing — 51. fundur,  14. mars 2022.

réttindi sjúklinga.

150. mál
[19:09]
Horfa

Eva Sjöfn Helgadóttir (P) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég vil eiginlega taka undir með hv. þm. Andrési Inga Jónssyni. Ég kom hér inn í janúar og hélt að málið yrði löngu búið þegar ég kæmi síðan aftur. En það er enn þá verið að tala um þetta, sem kemur mér svolítið mikið á óvart. En ég tek undir að þetta á ekki að líðast og það ber að framfylgja lögum og Alþingi verður að geta valdið hlutverki sínu. Þessar fjölskyldur eiga rétt á þessari meðferð og eru búnar að borga pening fyrir að fá meðferð sem þær fá síðan ekki, sem er náttúrlega fyrir neðan allar hellur. En vonandi verður þetta ekki enn þá þegar ég kem næst.