Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[11:37]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um fjárlög næsta árs. Við höldum áfram að styðja við afkomu og kjör fólks með fjölda aðgerða. Við sækjum fram í heilbrigðismálum með áframhaldandi stórauknum framlögum. Við sækjum fram í velferðarmálum með tvöföldun frítekjumarks öryrkja og auknum framlögum til að fjölga NPA-samningum. Við treystum velferð sömuleiðis með breytingum á barnabótakerfinu, gerum það öflugra og einfaldara. Áfram verður unnið að öflugri uppbyggingu í almenna íbúðakerfinu sem er mikilvægur liður í að tryggja húsnæðisöryggi, ekki síst tekjulægri heimila. Stofnframlög ríkisins til að auka framboð íbúða á viðráðanlegu verði í almenna íbúðakerfinu verða samtals 4 milljarðar á árinu. Við hækkuðum framlög til umhverfismála. Við eflum nýsköpun, rannsóknir og þekkingargreinar með hækkun framlaga, svo fátt eitt sé talið. Fjárlög ársins 2023 sýna ábyrga efnahagsstjórn á mjög krefjandi tímum.

Að lokum, virðulegi forseti, vil ég þakka nefndarmönnum og öllum starfsmönnum fjárlaganefndar fyrir samstarfið og óska ykkur öllum gleðilegra jóla.