Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 51. fundur,  16. des. 2022.

fjárlög 2023.

1. mál
[12:05]
Horfa

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir (V):

Virðulegur forseti. Síðustu daga höfum við séð mjög skýra og tæra birtingarmynd sérhagsmunagæslu ríkisstjórnarflokkanna. Þetta er ein birtingarmyndin, að verða strax við beiðni fiskeldisfyrirtækja og SFS um að hækka ekki gjöldin sem var löngu boðað. Við þurfum á þessu fjármagni að halda til uppbyggingar, m.a. í þeim sveitarfélögum þar sem fiskeldið er starfrækt. Þetta er, eins og ég segi, ein birtingarmynd þeirrar forgangsröðunar sem ríkisstjórnin setur hér fram og ég segi þess vegna: Nei, þetta er röng forgangsröðun. Við verðum að fara að fá eðlilegt gjald fyrir auðlindirnar okkar, ekki alltaf slá því á frest.