141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[22:30]
Horfa

umhverfis- og auðlindaráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Í ljósi þess hversu mikilvægt verkefni er þarna á ferðinni og gríðarlega stórar og afdrifaríkar ákvarðanir var lögð mikil áhersla á að gegnsæi væri á hverju einasta stigi og að allar ákvarðanir sem teknar væru væru rökstuddar vel. Breytingarnar sex sem gerðar eru á tveimur svæðum á lokastigi ferlisins, sem ég gerði grein fyrir áðan, þurfa að vera hafnar yfir vafa og byggja á skýrum meginreglum. Það töldum við okkur gera og breytingarnar sem gerðar voru eru hafnar yfir vafa og skýrt rökstuddar.