146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

umhverfisáhrif og sjálfbærni byggingariðnaðar.

279. mál
[16:30]
Horfa

Ari Trausti Guðmundsson (Vg):

Frú forseti. Það er mikilvægt mál sem hér er undir, vistvænni byggingar en við eigum að venjast. Þar er efnisvalið ákaflega mikilvægt. Það er einu sinni þannig að á móti hverju tonni af steinsteypu sem er búin til og notuð þá losum við eitt tonn af koltvíoxíði, gróðurhúsagasi. Ég held því að mjög mikilvægt sé að efnisval, meiri nýting á tré og jafnvel innlendu trén, nú væntum við þess að skógar stækki smám saman, komi inn í þetta. Vélanotkunin sjálf, þ.e. að reyna að minnka útblástur vélanotkunar í byggingariðnaði, það er hægt að gera með ýmsu móti, metani, íblöndu metanóls o.s.frv. og síðan en ekki síst sjálft viðhaldið. Það hefur verið þannig með Íslendinga að ég fullyrði að þeir hafi ekki sinnt viðhaldi bygginga sinna mjög vel. Það ákaflega vistvænt að gera það með góðum skikk. Allt þetta eru ábendingar til hæstv. umhverfis- og auðlindaráðherra um hluti sem gætu gengið inn í endurskoðaða byggingareglugerð með skýrari vistvænum markmiðum.