152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

um fundarstjórn.

[13:46]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Virðulegur forseti. Við þurfum eiginlega að fá að vita hvort hæstv. forseti tók þá ákvörðun að eigin frumkvæði að taka málið af dagskrá eða hvort það var gert að beiðni hæstv. ráðherra. Hæstv. forseti er eldri en tvævetur í þessu þinghúsi, hefur starfað lengur hér en margur sem hér situr og veit að þetta getur haft áhrif á störf þingsins í dag, á þinghaldið í dag. Við þurfum að fá úr því skorið hvort hæstv. ráðherra hafi tekið ákvörðun um að afturkalla mál er varðar nauðung og þvingun sjúklinga eða hvort um er að ræða einhvers konar hagræði að frumkvæði forseta fyrir önnur þingmál sem á eftir koma.