133. löggjafarþing — 52. fundur,  16. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[15:49]
Hlusta

Dagný Jónsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Um þetta atriði erum við hv. þm. Katrín Júlíusdóttir einfaldlega ekki sammála. Þessi stjórn er eins og stjórn í hverju öðru fyrirtæki og hún mun ekki koma að dagskrárgerð sem er vissulega mikilvægasta hlutverk Ríkisútvarpsins. Það væri alveg hægt að fara aðrar leiðir sem ræddar hafa verið, t.d. að einhver samtök eða stofnanir tilnefndu í stjórn Ríkisútvarpsins, en ég held að menn muni alltaf vera (Gripið fram í.) með ákveðna pólitík í því. Ég held því að þetta sé hin eina rétta leið og muni efla Ríkisútvarpið og muni koma í veg fyrir pólitíska þræði. Sumir eru þeirrar skoðunar að þetta muni auka pólitísk ítök en ég er alls ekki sammála því og tel að það muni verða til framdráttar.