141. löggjafarþing — 52. fundur,  13. des. 2012.

vernd og orkunýting landsvæða.

89. mál
[20:16]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvert útspil ríkisstjórnarinnar gæti verið. Ég held að það væri eðlilegast að ríkisstjórnin viðurkenndi að henni hefði mistekist verk sitt og að hún eigi bara að segja af sér. Ég held að hennar vænsta framlag inn í þann óróleika sem er orðinn á vinnumarkaðnum væri einfaldlega að hverfa frá verkinu. Það er alveg bersýnilegt að ríkisstjórnin ræður ekki við það. Þegar svo er komið að Alþýðusambandið segir í skriflegri yfirlýsingu að það hafi ekkert lengur við ríkisstjórnina að tala er komin upp alvarleg staða. Auðvitað á ríkisstjórnin stóra aðild að því máli að reyna að sætta aðila á vinnumarkaði og passa að hér verði ekki verkföll og annað slíkt. Nóg er nú samt.