145. löggjafarþing — 52. fundur,  11. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[23:26]
Horfa

Páll Valur Björnsson (Bf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Er góðæri hérna? Það segja mér vitrari menn í þessum málum að hér sé góðæri. Ég er ekkert frá því að það sé svolítið góðæri hérna. Þess vegna skil ég ekki alveg hvernig stendur á því að við getum ekki lagt meiri pening í heilbrigðiskerfið og lægt þær öldur sem eru í samfélaginu og hafa verið. Ef það er góðæri í samfélagi þá á ekki að vera svona mikil ólga. Það er það sem fær mig til að hugsa um hvort við erum á réttri leið, ef samfélagið logar allt stafna á milli. Við getum ekkert neitað því, það er þannig. Bara síðast, ritdeilan milli Kára Stefánssonar og hæstv. forsætisráðherra — þetta er alveg fáheyrt. Tilfinning mín er samt sú að við séum á réttri leið. Það hefur verið hagvöxtur hérna og það eru að koma meiri peningar inn í kerfið sem gætu verið enn þá meiri. Mín tilfinning er samt sú að við séum á réttri leið.