146. löggjafarþing — 52. fundur,  3. apr. 2017.

búsetuskerðingar almannatrygginga.

311. mál
[16:47]
Horfa

Gunnar Ingiberg Guðmundsson (P):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur fyrir fyrirspurnina. Hvernig má það vera að í lögum um almannatryggingar séu ákvæði sem banna búsetu erlendis lengur en í 11 ár ellegar komi til skerðingar lífeyrisréttar, óháð vinnuframlagi sem viðkomandi einstaklingur hefur lagt fram eða því sem hann hefur lagt til samfélagsins? Í sömu grein er sagt að hægt sé að komast hjá skerðingu með því að vinna á Íslandi fram til áttræðisaldurs. Hugnast hv. ráðherra að svo víðtækar takmarkanir skuli vera í lögum í umhverfi þar sem frjálst flæði vinnuafls er staðreynd? Væri ekki nálgun að lækka 40 ára töluna umtalsvert og taka t.d. mið af 25 ára reglu sjómanna í sömu lögum?