150. löggjafarþing — 52. fundur,  23. jan. 2020.

flóðavarnir á landi.

58. mál
[13:44]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Hér er greinilega mjög aðkallandi verkefni sem við þurfum að standa vörð um og ég veit að þingmaðurinn mun fylgja þessu máli vel eftir. Hann er framsögumaður málsins og honum er treystandi til að gera það og ég treysti engum betur til þess. Ég vona að hv. umhverfis- og samgöngunefnd muni afgreiða þetta mál fljótt og ákveðið fyrir sig vegna þess að nú þurfum við að fara að taka til hendinni og stytta þennan biðlista sem mest má. Að öðru leyti þakka ég hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni fyrir greinargóð svör.