152. löggjafarþing — 52. fundur,  15. mars 2022.

um fundarstjórn.

[13:45]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Forseti. Uppáhaldið mitt, þegar talað er um fyrirspurnir, er að fræða þingheim um að meðalsvartími í virkum dögum er 25 dagar, ekki 15, það sem af er þessu þingi. Þar standa sig verst umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra með 31 virkan dag og fjármála- og efnahagsráðherra líka með 31 dags svartíma og best standa sig menningar- og viðskiptaráðherra, matvælaráðherra og mennta- og barnamálaráðherra. Þetta eru ráðuneytin sem standa sig best og eru með í kringum 20 daga, rétt tæplega, 17, 18, 19 daga í svartíma, þannig að betur má ef duga skal því að hvorugt er undir hámarkinu sem er 15 dagar.