132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[11:09]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er eins og hver annar brandari að hefja nýja 2. umr. um málið. Sú umræða er þegar hafin, hér fer fram framhald 2. umr. (Gripið fram í.) Hv. þingmenn, sem hafa sett sig inn í málin, eru það fljótir að hugsa, heyrist mér og veit, að þeir geta mjög fljótt sett sig inn í hver misskilningurinn var við upphaf 2. umr. Það hefur núna verið skýrt. Það er ekki það flókið að hv. þingmaður geri sér ekki fullkomlega grein fyrir því hvað þar er á ferðinni.

En ég vil leggja áherslu á að mér finnst eðlilegt að málið fari inn í nefndina á milli 2. og 3. umr. Þetta er í raun miklu einfaldara mál en ég lét vera láta þegar umræðan hófst, þ.e. 2. umr. Málið snýst eingöngu um það að þeir sem setja fjármagn í rannsóknir vegna vatnsafls fái það endurgreitt ef einhver annar en þeir fá síðar virkjunarleyfið. Búið.