132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[17:52]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Mikil er trú þín, eins og einhvern tíma var sagt, þegar hv. þm. Jóhann Ársælsson telur að hann geti ráðið gjörðum hæstv. iðnaðarráðherra í ráðstöfun nýtingarleyfa eða hvernig með þau verður farið, hvort sem það verður gert í misskilningi eða ekki, þá finnst mér það mikil bjartsýni.

Hv. þingmaður hefur talað um að hægt væri að brúa þetta bráðabirgðatímabil. Hvernig ætlar hann að fara að því að kalla rannsóknarleyfi til baka sem hefur verið úthlutað? Það sem á að gera núna er að úthluta á öllum vatnsaflsmöguleikum í landinu á næstu vikum. Heldur hv. þingmaður að það sé síðan hægt að afturkalla þau rannsóknarleyfi? Nei, þau verða áfram og þeir (Forseti hringir.) aðilar sem hafa fengið þau munu njóta þess forgangs (Forseti hringir.) hvort sem um það stendur lagabókstafur eða ekki, frú forseti.

(Forseti (SP): Hv. þingmaður hefur í seinna andsvari aðeins eina mínútu til umráða.)