133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[12:55]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Í upphafi ræðu sinnar fór hv. þm. Ögmundur Jónasson skýrt yfir 1. gr. frumvarpsins um útvarpið. Við erum algerlega ósammála en ég þakka fyrir skýr svör hans varðandi 1. gr.

Ég deili með hv. þingmanni ákveðnum áhyggjum af þeirri jafnvægiskúnst sem hann talaði um gagnvart samkeppni við aðra fjölmiðla, hvað varðar nefskatt, auglýsingar og kostun.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Hvað á hann nákvæmlega við með því þegar hann segir að örlög Ríkisútvarpsins verði ráðin fyrir dómstólum? Þar talaði hv. þingmaður ekki jafn skýrt og greinilega. Ég vil fá að vita nákvæmlega hvað þingmaðurinn á við þegar hann segir að örlög Ríkisútvarpsins ráðist fyrir dómstólum verði þetta frumvarp að lögum?