133. löggjafarþing — 53. fundur,  17. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[14:54]
Hlusta

Hlynur Hallsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Það er sorglegt hvernig komið er fyrir Framsóknarflokknum í þessu máli. Það hefur reyndar verið farið vel yfir það í ítarlegum ræðum. En það er enn þá sorglegra að sjá svona unga og hressa og glæsilega konu sem hv. þingmaður er, koma hér upp og reyna í nokkrum orðum að sannfæra sjálfa sig um ekki eigi að einkavæða Ríkisútvarpið. Þess vegna spyr ég hv. þm. Sæunni Stefánsdóttur hvort þessi breyting í ohf. sé ekki augljóst skref í átt að einkavæðingu og ég bið hana að minnast Fréttablaðsins til dæmis frá því síðasta mánudag vegna þess að því miður hef ég ekki tíma til að lesa hér upp úr því ágæta blaði.