135. löggjafarþing — 53. fundur,  24. jan. 2008.

bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra.

[10:58]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Dýrleifu Skjóldal fyrir þessar fyrirspurnir. Fyrst út af bifreiðastyrkjunum, þetta eru málefnalegar og góðar ábendingar frá hv. þingmanni. Þetta hefur verið lítillega til skoðunar í ráðuneytinu og við munum fara betur yfir það. Eðli málsins samkvæmt þurfum við að halda eins vel utan um þetta og mögulegt er.

Það þarf ekki að fara mörgum orðum um að það er afskaplega mikilvægt því fólki sem býr við hreyfihömlun að geta komist á milli staða og það hlýtur að vera til sífelldrar skoðunar hvernig þeim málum er best fyrirkomið. Ég hef hins vegar ekki endanlegt svar fyrir hv. þingmann núna, enda býst ég fastlega við að hv. þingmaður hafi kannski ekki ætlast til þess.

Síðan almennt varðandi greiðslur sem eru í hinum ýmsu lögum, menn hafa haft þá almennu reglu, eftir því sem ég best veit, að festa þær ekki við vísitölur. Ef menn ætla að skoða það þarf að skoða það í mun stærra samhengi.