144. löggjafarþing — 53. fundur,  20. jan. 2015.

hagvöxtur.

[14:09]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Hv. þingmaður svaraði því ekki hvaða viðvörunarbjöllur hann væri að tala um, gaf þvert á móti í skyn að þær stofnanir sem hann taldi upp væru allar þeirrar skoðunar að hagvöxtur væri lítill sem enginn á Íslandi. Þetta er ekki rétt. Það hafa nefnilega ýmsir aðilar sem hafa farið yfir gögnin og vinna við það að meta hagvöxt bent á að að öllum líkindum sé skekkja í þeim tölum sem hv. þingmaður byggir svartsýni sína á og að þegar árið verður gert upp með öllum fyrirliggjandi upplýsingum verði hagvöxtur umtalsverður. Svoleiðis að allar þessar áhyggjur hv. þingmanns eru ástæðulausar.