150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019--2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019--2023.

148. mál
[17:15]
Horfa

Njörður Sigurðsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég ætla að halda áfram þar sem hann lauk máli sínu, þ.e. hvert viðmiðið eigi að vera. Maður veltir fyrir sér hvort viðmiðið ætti hugsanlega að vera við 8.000 manna markið en það viðmið var sett um þjónustusvæði vegna málefna fatlaðs fólks þegar málaflokkurinn var fluttur yfir til sveitarfélaganna, mig minnir að það hafi verið árið 2011 eða 2010. Ég tek þó undir það og er sammála því að mögulega verði ekki komist lengra að sinni en að þessu 1.000 íbúa marki. Að mínu mati er það gott fyrsta skref en það er auðvitað eðlilegt að þetta verði endurskoðað og haldið áfram að styrkja sveitarstjórnarstigið.