151. löggjafarþing — 53. fundur,  4. feb. 2021.

almenn hegningarlög.

132. mál
[15:58]
Horfa

dómsmálaráðherra (Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir) (S):

Virðulegi forseti. Það er gaman að sjá þetta mál vera að klárast hér. Fyrir liðlega tveimur árum hljóp ég hingað í pontu til að klára 3. umr. um þingmannamál mitt, litlu móðari en hv. þm. Þorsteinn Sæmundsson, og var þar um að ræða breytingar á nálgunarbanni sem hafa reynst afar vel. Þá sagði ég einnig að breyta þyrfti fleiru og ég hef komið því til framkvæmda í dómsmálaráðuneytinu að lögfesta sérstakt ákvæði um umsáturseinelti til að treysta frekar vernd fólks og þau sjálfsögðu mannréttindi að fólk geti gengið um í samfélagi okkar óáreitt.

Með frumvarpinu sem verður í dag að lögum treystum við þann rétt okkar allra og stígum mikilvægt skref í átt að því að auka réttarvernd brotaþola í þessum brotum. Ég vil þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd sérstaklega fyrir vinnuna sem þar fór fram.