132. löggjafarþing — 53. fundur,  26. jan. 2006.

Rannsóknir og nýting á auðlindum í jörðu.

288. mál
[11:01]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef kannski ekki tekið það nægilega skýrt fram áðan að ég er að tala um að málið verði skoðað milli 2. og 3. umr. í hv. nefnd. Þetta frumvarp fjallar um rannsóknir í vatnsafli og ég veit ekki að hve miklu leyti við eigum að taka hér upp almenna umræðu um raforkuframleiðslu í landinu og nýtingu raforku til stóriðjuframkvæmda. Í Fréttablaðinu í dag set ég fram þá skoðun mína að ég tel hvað hagkerfið varðar að hægt sé að fara í þessar framkvæmdir á sama tíma þó ég leggi áherslu á að þær eigi ekki að ná hámarki á sama tíma.

Hvað varðar afhendingu orku af hálfu orkufyrirtækjanna þá er það eitthvað sem ég svara ekki fyrir, alla vega ekki á þessari stundu.