135. löggjafarþing — 53. fundur,  24. jan. 2008.

bifreiðastyrkir til hreyfihamlaðra.

[11:01]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Ég vil aftur nota tækifærið og þakka hv. þingmanni fyrir. Nokkrir fleiri hafa líka vakið athygli á þessum málum og m.a. hafa þau verið tekin upp á landsfundi Sjálfstæðisflokksins.

Í þessum málum eins og mörgum öðrum er ráðuneyti mitt nokkuð víðfeðmt þótt ég sé alls ekki að kvarta undan því stórskemmtilega starfi sem ég er í. Við komumst hins vegar ekki yfir að klára það allt á fyrstu sjö mánuðunum. En einstaklingar eins og Bergur Þorri Benjamínsson og ýmsir fleiri hafa verið duglegir að benda á það sem snýr að bifreiðastyrkjunum.

Það er hins vegar mjög gott að fá svona málefnalegar ábendingar og umræður hér í þinginu. Vil ég nota tækifærið og þakka hv. þingmanni aftur fyrir það.