150. löggjafarþing — 53. fundur,  28. jan. 2020.

lýðskólinn á Flateyri.

[13:40]
Horfa

mennta- og menningarmálaráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort hv. þingmanni er kunnugt um að ríkisfjármálaáætlun er til fimm ára þannig að vitanlega verður samið við skólann til lengri tíma litið. Í samtölum sem ég hef sem ráðherra átt við skólastjórnendur á Flateyri hef ég gefið þeim fullvissu mína fyrir því að það verði samið. Einhvern veginn hefur þeim upplýsingum ekki verið komið á framfæri við hv. þingmann en það er alveg ljóst, og við höfum sýnt það með vandaðri löggjöf og vönduðum vinnubrögðum, að við erum að huga að lýðskólum þessa lands og að sjálfsögðu er lýðskólinn á Flateyri þar á meðal.