133. löggjafarþing — 54. fundur,  18. jan. 2007.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[17:42]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég fékk að nokkru leyti svar við spurningum mínum. Hv. þingmaður talar um forréttindi og þá langar mig að spyrja hvort honum finnist umræddur samningur ekki fullnægjandi. Þetta er samningur sem fjallar um almannaþjónustuna, skilgreindur samningur um það hlutverk sem Ríkisútvarpið á að rækja vegna nefskattsins sem ESA á að fylgjast með að verði framfylgt. Hv. þingmanni var tíðrætt um Ríkisendurskoðun, að þeim væri jafnvel ekki treystandi eða þeir hefðu ekki möguleika á að uppfylla það skilyrði að endurskoða þetta. En telur hv. þingmaður ekki að samningurinn sé fullnægjandi til að greina á milli þess sem er almannaþjónusta og hins sem er hin almenna útvarps- og sjónvarpsþjónusta?