150. löggjafarþing — 54. fundur,  29. jan. 2020.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:00]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa tvö bréf frá fjármála- og efnahagsráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum á þskj. 859, um Nýja Landspítalann ohf., frá Bergþóri Ólasyni, og á þskj. 781, um starfsmannafjölda Rarik, frá Andrési Inga Jónssyni.

Einnig hefur borist bréf frá utanríkisráðherra þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 124, um athugasemdir ráðuneytis við lögfræðilegar álitsgerðir, frá Ólafi Ísleifssyni.