Bráðabirgðaútgáfa.

153. löggjafarþing — 54. fundur,  24. jan. 2023.

dagskrártillaga.

[13:39]
Horfa

Halldóra Mogensen (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Mér finnst mikilvægt að það komi fram í þessari umræðu, þegar verið er að kalla þetta sýndarmennsku, að það sé skýrt að þegar verið er að skerða mannréttindi jaðarsettra hópa þá er það bókstaflega ástæðan fyrir því að Píratar eru til, þ.e. að standa í vegi fyrir svoleiðis mannréttindabrotum sem þetta mál stendur fyrir. Þannig að þetta er engin sýndarmennska. Við Píratar erum að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir að þetta mál klárist eins og það lítur út í dag. Við teljum okkur vera að gera það sem er rétt og ég vil bara að það komi fram í þessari umræðu. Þess vegna er þessi dagskrártillaga hér af því að það er vitað að þetta er umdeilt mál. Það er vitað að það kallar á mikla umræðu. Það er vitað að það er mikil andstaða við málið en samt er það sett í forgang. Málið er sett á dagskrá þrátt fyrir að vitað sé að það muni taka langan tíma að ræða það af því að það er ekki komin nein niðurstaða í þessu máli sem nær einhvern veginn að koma okkur saman um að klára það. Þannig að þetta er forgangsmál og það er mikilvægt að það sé algerlega öllum ljóst.